Kolkrabbinn Páll ekki til sölu

Kolkrabbinn knattspyrnufróði vakti heimsathygli meðan á HM í Suður-Afríku stóð.
Kolkrabbinn knattspyrnufróði vakti heimsathygli meðan á HM í Suður-Afríku stóð. Reuters

Sædýrasafnið í Oberhausen í Þýskalandi hefur harðneitað óskum frá Spáni um að fá kolkrabbann knattspyrnufróða Pál lánaðan og enn háværara Nein heyrðist þegar spænskur kaupsýslumaður bauðst til að kaupa þetta heimsfræga lindýr.

Páll varð einskonar þjóðhetja á Spáni eftir að hann spáði því að Spánverjar myndu sigra Þjóðverja í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í síðustu viku og síðan sigra Hollendinga í úrslitaleiknum - eins og gekk eftir. Áður hafði Páll spáð rétt fyrir um úrslit leikja Þjóðverja í mótinu en spádómarnir voru settir fram með þeim hætti, að Páll fékk að velja sér skel úr tveimur glerkössum sem merktir voru fánum viðkomandi landa.  

Þjóðverjar litu margir á Pál sem föðurlandssvikara þegar hann spáði þýska liðinu ósigri og ýmsir töldu að kolkrabbinn ætti betur heima í sjávarréttasalati en sædýrasafni. José Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, bauðst þá til þess að senda spænskar lífvarðasveitir til að gæta Páls. 

Páll er nú svo vinsæll á Spáni að bærinn O Carballino, þar sem um 14 þúsund manns búa, lýsti því yfir að hann væri sérstakur vinur bæjarins. Vildu bæjaryfirvöld fá Pál lánaðan til að vekja athygli á sjávarréttahátíð um helgina.

Þá vildi kaupsýslumaður í bænum kaupa Pál fyrir 30 þúsund evrur, jafnvirði 4,8 milljóna króna, en Sea Live sædýrasafnið harðneitaði. 

Þá hefur dýragarðurinn í Madrid beðið Sea Life um að fá Pál lánaðan eða til varanlegrar dvalar  en talsmaður þýska sædýrasafnsins segir að það komi ekki tilg reina. 

„Það kemur ekki til mála að selja Pál eða lána hann," sagði Kerstin Kühn, talsmaður Sea Life í tölvupósti til AP fréttastofunnar. „Páll mun setjast verðskuldað í helgan stein í Oberhausen."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar