Tvöhundruð ára eðalvín

Vínunnendur gætu eflaust vel hugsað sér að smakka á 230 …
Vínunnendur gætu eflaust vel hugsað sér að smakka á 230 ára gömlu eðalvíni. mbl.is/Golli

Kampavínsflöskur sem kafarar fundu á botni Eystrasaltsins nýverið geyma fyrirtaks kampavín þótt það sé reyndar komið til ára sinna. Af merkimiðum á flöskunum að dæma mun vínið hafa verið bruggað á árunum 1782-1789 og er því um 230 ára gamalt.

Sænskir kafarar fundu 30 flöskur af kampavíninu, sem er að öllum líkindum af gerðinni Veuve Clicquot, á 55 metra dýpi. Vínsérfræðingur sem þegar hefur smakkað vínið segir það vel drykkjarhæft og reynist spár um aldur réttar er þetta elsta drykkjarhæfa kampavín í heimi.


Flöskurnar fundust á Álandseyjum sem eru miðja vegu milli Svíþjóðar og Finnlands. Álandseyjar eru með eigin stjórn en landsvæðið telst þó til Finnlands.

Ekki hefur enn verið gefið upp nákvæmlega hvar hið aldna kampavín fannst, en stjórn Álandseyja kemur saman á mánudag til að skera úr um hver telst eigandi vínsins.

Flöskurnar eru taldar geta verið tugmilljóna króna virði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar