Fjölmennt götupartí á þýskri hraðbraut

Fjölmargir sættu færis og hjóluðu eftir hrauðbrautinni.
Fjölmargir sættu færis og hjóluðu eftir hrauðbrautinni. Reuters

Hluti A40 hraðbrautarinnar, sem liggur á milli þýsku borganna Duisburg og Dortmund, fékk nýtt hlutverk í gær. Þá var um 60 km löngum vegarkafla lokað og bílar voru látnir víkja til hliðar fyrir fólki, sem fékk nægt pláss til að athafna sig. M.a. hjóla, dansa, spila tennis og skemmta sér. Sumir hafa eflaust bara notið þess að taka því rólega á hraðbrautinni.

Talið er að um þrjár milljónir Þjóðverja hafi tekið þátt í fjörinu í gær, sem tengist því að Essen er nú menningarborg Evrópu 2010.

Á venjulegum degi er hraðbrautin ein sú fjölfarnasta í Þýskalandi. Í gær var hins vegar enga bíla að sjá. Í staðinn mátti sjá 20.000 borð sem var búið að dreifa eftir veginum. Allir sem vildu fengu pláss til að athafna sig á annarri akbrautinni, sem búið var að loka fyrir umferð.

Talið er að um þrjár milljónir hafi skemmt sér á …
Talið er að um þrjár milljónir hafi skemmt sér á hrauðbrautinni. Í fjarska sjást háhýsi í Essen. Reuters
Þessi strákar spiluðu fótbolta á hrauðbrautinni, en það er eitthvað …
Þessi strákar spiluðu fótbolta á hrauðbrautinni, en það er eitthvað sem er ekki viturlegt að gera á „venjulegum“ degi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup