Þýskur dómstóll hefur vísað máli frá máli skólakennara, sem kærði 16 ára nemanda sinn fyrir að teikna myndir af kanínum á skólatöfluna og breiða út orðróm um að kennarinn væri sjúklega hræddur við kanínur.
Dómstóll í Vechta í norðurhluta Þýskalands hafnaði kröfu kennarans um að sett yrði lögbann á að 16 ára stúlka í bekknum teiknaði kanínur á töfluna. Stúlkan neitaði að hafa teiknað kanínurnar.
Að sögn vitna hljóp kennarinn grátandi út úr skólastofunni þegar hún sá kanínumyndirnar á töflunni.
Sami kennari höfðaði mál gegn öðrum nemanda í öðrum skóla. Þá náðist dómssátt og sá nemandi féllst á að hætta að teikna kanínur.