Kærð fyrir að teikna kanínur á kennslutöfluna

Flestum finnst kanínur vera sætar þó aðrir séu ekki á …
Flestum finnst kanínur vera sætar þó aðrir séu ekki á sama máli. mbl.is/Eggert

Þýskur dómstóll hefur vísað máli frá máli skólakennara, sem kærði 16 ára nemanda sinn fyrir að teikna myndir af kanínum á skólatöfluna og breiða út orðróm um að kennarinn væri sjúklega hræddur við kanínur.

Dómstóll í Vechta í norðurhluta Þýskalands hafnaði kröfu kennarans um að sett yrði lögbann á að 16 ára stúlka í bekknum teiknaði kanínur á töfluna.   Stúlkan neitaði að hafa teiknað kanínurnar.

Að sögn vitna hljóp kennarinn grátandi út úr skólastofunni þegar hún sá kanínumyndirnar á töflunni.

Sami kennari höfðaði mál gegn öðrum nemanda í öðrum skóla. Þá náðist dómssátt og sá nemandi féllst á að hætta að teikna kanínur.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan