Lögreglan rannsakar fallhlífarstökk asna

Myndskeið af flugi asnans birtist á YouTube.
Myndskeið af flugi asnans birtist á YouTube.

Lögregla í Rússlandi rannsakar nú hvernig á því stóð, að asni var látinn svífa í fallhlíf yfir ströndum Azovhafs í suðurhluta landsins í síðustu viku.

Að sögn sjónarvotta hrein asninn af hræðslu þar sem hann sveif yfir höfðum furðu lostinna baðstrandargesta í þorpinu Golubtskaja. 

Lögreglumaður í þorpinu segir, að líklega hafi verið um að ræða auglýsingabrellu nokkurra rússneskra athafnamanna, sem vildu vekja athygli á einkabaðströnd sinni. 

Þess í stað vöktu þeir athygli lögreglunnar sem nú rannsakar málið. 

„Asninn hrein og börnin grétu," sagði Larisa Tútsjkova, talsmaður lögreglunnar. „Engum datt í hug að kalla á lögregluna." Þess í stað greip fólk til myndavéla sinna og hringdi í hrönnum í bæjarblaðið, sem nefnist Taman.

„Hann flaug svo hátt að börnin á ströndinni grétu og spurðu foreldra sína: Hvers vegna bundu þeir hvutta við fallhlíf," sagði blaðið. „Asninn lenti svo með grimmilegum hætti en hann dróst með fallhlífinni í sjónum. Dýrinu var síðan dröslað hálfdauðu í land."  

Elena Iovleva, ritstjóri Taman, segir að þetta mál hafi vakið mikla athygli þótt slæm meðferð á dýrum þyki ekki tiltökumál í Rússlandi. Myndir af asnanum voru sýndar í rússneskum sjónvarpsstöðvum í dag.  

Myndir af flugi asnans birtust á YouTube

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir