Þingmenn vopnaðir skóm og blómapottum

Þingkonan Jyoti Singh mundar blómapottinn.
Þingkonan Jyoti Singh mundar blómapottinn. Reuters

Yfir 60 þingmönnum á löggjafarþingi indverska ríkisins Bihar var vikið tímabundið af þingi eftir að mikill slagur braust út í þingsalnum. Þingmenn köstuðu skóm í þingforsetann og öryggisverðir fjarlægðu eina þingkonuna, sem notaði blómapotta sem kastvopn.

Mikill órói hefur verið í þinginu undanfarna daga en þingmenn hafa krafist þess að forsætisráðherra ríkisins segi af sér vegna spillingarmála. 

Í gær sauð síðan upp úr þegar fylkingum þingmanna lenti saman. Var þar ýmsum vopnum beitt, svo sem stólum og sessum. Í morgun héldu áflogin áfram og kastaði einn þingmaðurinn m.a. skónum sínum í þingforsetann og aðrir veltust um á gólfinu í fangbrögðum. 

Þingkonunni Jyoti Singh mislíkaði svo að vera vísað út úr þingsalnum að hún greip blómapotta í anddyrinu og kastaði þeim í öryggisverði. Þrír kvenkyns öryggisverðir drógu hana á endanum á brott.

Udai Narain Choudhry, þingforseti, vék í kjölfarið 67 þingmönnum - nánast allri stjórnarandstöðunni - af þinginu þar til núverandi þingi lýkur á föstudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan