Þingmenn vopnaðir skóm og blómapottum

Þingkonan Jyoti Singh mundar blómapottinn.
Þingkonan Jyoti Singh mundar blómapottinn. Reuters

Yfir 60 þingmönnum á löggjafarþingi indverska ríkisins Bihar var vikið tímabundið af þingi eftir að mikill slagur braust út í þingsalnum. Þingmenn köstuðu skóm í þingforsetann og öryggisverðir fjarlægðu eina þingkonuna, sem notaði blómapotta sem kastvopn.

Mikill órói hefur verið í þinginu undanfarna daga en þingmenn hafa krafist þess að forsætisráðherra ríkisins segi af sér vegna spillingarmála. 

Í gær sauð síðan upp úr þegar fylkingum þingmanna lenti saman. Var þar ýmsum vopnum beitt, svo sem stólum og sessum. Í morgun héldu áflogin áfram og kastaði einn þingmaðurinn m.a. skónum sínum í þingforsetann og aðrir veltust um á gólfinu í fangbrögðum. 

Þingkonunni Jyoti Singh mislíkaði svo að vera vísað út úr þingsalnum að hún greip blómapotta í anddyrinu og kastaði þeim í öryggisverði. Þrír kvenkyns öryggisverðir drógu hana á endanum á brott.

Udai Narain Choudhry, þingforseti, vék í kjölfarið 67 þingmönnum - nánast allri stjórnarandstöðunni - af þinginu þar til núverandi þingi lýkur á föstudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup