Kærð fyrir Chaplin-leik

Úr Nútímanum eftir Chaplin.
Úr Nútímanum eftir Chaplin.

Bresku stúlkunni Bethany Hare gekk gott eitt til þegar hún bjóst í gervi Charlie Chaplins, eins fremsta leikara kvikmyndasögunnar, og stillti sér upp fyrir framan upptökuvél afa síns og söng lagið „Smile“ úr kvikmyndinni Modern Times frá 1936. Tilgangurinn var að safna fé fyrir barnaspítala.

Fékk góðar viðtökur

Hare þótti takast vel til og var myndbandið birt á vefsíðunni JustGiving.com við góðar viðtökur.

Fulltrúar Bourne Music CO, fyrirtækis í New York sem fer með útgáfuréttinn á verkum Chaplins, voru ekki par hrifnir og kröfðu foreldra Hare um greiðslu um 260.000 króna, auk 32.500 króna viðbótargjalds, í þóknun fyrir hvert skipti sem hún syngur lagið á almannafæri.

Á móti skyldi fyrirtækið heimila Hare að hafa myndbandið á síðunni í eitt ár frá upphaflegri birtingu.

Foreldrar Hare geta ekki sótt í slíka sjóði og þurfti hún því að endurgera myndbandið án lagsins. Er nýja myndskeiðið því án hljóðs eins og gömlu myndirnar.

Þrátt fyrir mótlætið hefur Hare, sem er tíu ára gömul, tekist að safna um 335.000 krónum í þágu Martin House-barnaspítalans á Englandi.

Lögfræðingar gefa sig ekki

Móðir stúlkunnar reyndi hvað hún gat til að fá lögfræðinga fyrirtækisins til að horfa í gegnum fingur sér en allt kom fyrir ekki. Kvaðst hún undrast að þeir skyldu leggja stein í götu fjársöfnunar handa börnum sem eiga skammt eftir ólifað.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir