Naktir kúrekar í hár saman

Nakti kúrekinn ræðir við blaðamenn.
Nakti kúrekinn ræðir við blaðamenn. AP

Götulistamaðurinn Robert Burck, sem er þekktari undir listamannsnafninu Nakti kúrekinn, er kominn í hár saman við Nöktu kúrekastelpuna. Hann sakar hana um brot á höfundarétti.

Frá árinu 2001 hefur Burck leikið á gítar og sungið fyrir gesti og gangandi við Times Square í New York. Einkennisklæðnaður hans er hvítur kúrekahattur, hvít lendarskýla og hvít kúrekastígvél. Hann bjó til persónuna fyrir 12 árum og árið 2000 fékk hann nafnið og búninginn skrásett sem vörumerki.

Hann segir að Sandy Cane, sem kemur fram undir listamannsnafninu Nakta kúrekastelpan, sé að hagnast á sínu vörumerki.

Í síðasta mánuði sendi hann Kane, sem er fyrrverandi nektardansmær, bréf þar sem hann krefst þess að hún annaðhvort greiði fyrir afnot af vörumerkinu eða hún hætti að koma fram sem Nakta kúrekastelpan.

Kane, sem klæðir sig á svipaðan máta og Burck, segist ekki skulda Nakta kúrekanum neitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan