Svört hjón eignast hvítt barn

Skjámynd af vef The Sun þar sem fjallað er um …
Skjámynd af vef The Sun þar sem fjallað er um fjölskyldurnar.

 Lækn­ar á Qu­een Mary's spít­al­an­um í Kent í Englandi eru furðu lostn­ir yfir hvítu barni sem svört hjón eignuðust á dög­un­um. Lækn­arn­ir segja Nmachi ekki vera al­binóa og hvor­ugt for­eldra eiga hvíta forfeður.

Faðir barns­ins, Ben Iheg­boro, sagði í viðtali við breska dag­blaðið The Sun „Eft­ir að eig­in­kona mín eignaðist barnið störðum við bara orðlaus á það tím­un­um sam­an. Það eina sem ég sagði var að spyrja hvað í ósköp­un­um er í gangi?“

Nafn barns­ins, Nmachi, merk­ir feg­urð guðs á níg­er­ísku, sem er móður­mál for­eldra henn­ar.

„Hún lík­ist ekki al­binóa. Alla­vega ekki þeim sem ég hef séð í Níg­er­íu eða í bók­un­um. Hún lít­ur bara út eins og heil­brigt hvítt barn,“ sagði Ben sem þver­tek­ur fyr­ir það að eig­in­kona hans hafi verið hon­um ótrú. „Auðvitað er þetta mitt barn. Eig­in­kona mín er mér trú og þó svo að hún hafi ekki verið það, þá hefði barnið ekki litið svona út.“

Bry­an Syk­es, deild­ar­for­seti erfðafræðideild­ar Oxford há­skóla, seg­ist lítið botna í mál­inu. „Þegar kynþætt­ir bland­ast geta af­kvæmi borið þann húðlit sem er ljós­ari og stund­um get­ur það verið mjög ólíkt húðlit for­eldra. Þetta er al­gengt þar sem mikið er um blandaða húðliti eins og í kar­ab­íska haf­inu. For­eldr­ar henn­ar eru samt frá Níg­er­íu. Þar er lít­il sem eng­in blönd­un,“ sagði pró­fesor­inn sem kveður báða for­eldra þurfa að bera hvít gen til að barnið beri þann lit.

Syk­es bætti við að hárið væri mjög óvana­legt. „Jafn­vel ljós­hærð börn fæðast ekki með svona hár.“ Hann tel­ur lík­leg­ast að um sé að ræða ein­hvers­kon­ar óþekkta gene­tíska stökk­breyt­ingu.

Hjón­in sem búa í Woolwich eiga tvö önn­ur börn sem bæði eru svört. Ang­ela, móðir stelp­unn­ar, sagði lit­inn litlu máli skipta. „Húðlit­ur Nmachi skipt­ir engu máli. Hún er krafta­verk. En hvað í ósköp­un­um gerðist eig­in­lega?“

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem svört hjón í Bretlandi eign­ast hvítt barn en á vef The Sun er sagt frá öðru slíku til­viki.

Hér má finna frétt The Sun

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að segja þínum nánustu, hvað þér býr í brjósti. Auður, orka og aðstoð annarra koma þér til góða í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að segja þínum nánustu, hvað þér býr í brjósti. Auður, orka og aðstoð annarra koma þér til góða í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason