Ítalskir lögreglumenn hafa haft uppi á þremur austurrískum unglingspiltum sem flúðu að heiman og lögðu upp í langferð. Piltarnir, sem eru 14 og 15 ára gamlir, ferðuðust um 400 km langa leið til Ítalíu, í bifreið sem þeir fengu „að láni“ frá foreldrum eins þeirra.
Piltarnir lögðu af stað frá heimabæ sínum í Kitzbuhel sl. sunndag. Þeir óku alla leið til Jesolo á Ítalíu, sem er vinsæll baðstrandarbær meðal Austurríkismanna. Allan tímann voru þeir með slökkt á farsímunum sínum svo það væri ekki hægt að rekja slóð þeirra.
Þá voru þeir einnig peningalausir og ekki með föt til skiptana.
Lögreglan hóf þegar í stað umfangsmikla leit að drengjunum. Leitin skilaði loks árangri á miðvikudag þegar sjónvarvottur sagðist hafa séð þá á ströndinni í Jesolo, sem er skammt frá Feneyjum.
Piltarnir bíða nú á ítalskri lögreglustöð eftir því að foreldrar þeirra komi að sækja þá. Þeir eiga eflaust eftir að fá skammir í hattinn, en það sem vera er að þeir munu líklega fá háa sekt fyrir að aka án ökuréttinda.