Drottningin komin á Flickr

Elísabet drottning gefur ekkert eftir í tæknikapphlaupinu.
Elísabet drottning gefur ekkert eftir í tæknikapphlaupinu. Reuters

Breska konungsfjölskyldan hefur opnað vefsíðu á myndavefnum Flickr.com. Þetta er nýjasta tilraun krúnunnar til að halda í við nútímann, en fjölskyldan státar nú þegar af vefsíðu, Youtube-síðu og Twitter-síðu.

Flickr-síðan er opin öllum og inniheldur hátt í þúsund ljósmyndir af Elísabetu drottningu og ættingjum hennar. Í myndasafninu leynast meðal annars barnamyndir af drottningunni og Karli, syni hennar og myndir frá krýningu Georgs fimmta frá árinu 1937.

Meðal elstu mynda á síðunni er andlitsmynd af Viktoríu drottningu og Alberti prins, sem var tekin í Buckinghamhöll árið 1854. Diönu prinsessu bregður einnig fyrir í myndasafninu.

Í yfirlýsingu frá Buckinghamhöll segir að Flickr-síðan sé nýjasta tilraun konungsfjölskyldunnar til að taka þátt í tækniframförum heimsins. Frægt er þegar Albert prins, sonur Elísabetar, keypti farsíma handa móður sinni árið 2001 og kenndi henni á hann. Drottningin keypti sér iPod tónlistarspilara árið 2005 og gaf í kjölfarið út jólaræðu sína á upptöku fyrir iPodinn næsta ár.

Ekki fékkst gefið upp hvort drottningin sjálf notaði Flickr. Myndasíðuna má finna á hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar