Frönskurnar verða styttri

Bankakreppa, kostnaðarsamar björgunaraðgerðir til handa Grikkjum, ósigur gegn Spánverjum á …
Bankakreppa, kostnaðarsamar björgunaraðgerðir til handa Grikkjum, ósigur gegn Spánverjum á HM og nú styttri franskar. Hvers eiga Þjóðverjar að gjalda?

Þýskir mathákar eru nú í öngum sínum eftir að fréttir bárust af því að franskar kartöflur verði með styttra lagi í haust. Ástæðan er hitabylgjan í Þýskalandi en hún hefur haft þau áhrif á kartöfluuppskeruna að stærri kartöflur sem eru hentugar í franskar eru nú af skornum skammti.

Eigendur matsölustaða og bjórkráa eru einnig sagðir í áfalli enda er veglegur skammtur af frönskum með góðri steik eitt helsta stolt þýskrar veitingamenningar.

Verena Telaar, talskona samtaka þýskra bænda (DBV), staðfesti þetta en hún varar þýska matgæðinga við því að franskarnar verði í besta falli 45 millimetra langar, samanborið við 55 millimetra í venjulegu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar