Þremur pólskum ferðamönnum var í gær bjargað með þyrlu af svissnesku fjalli en mennirnir voru aðeins klæddir léttum sumarfötum og strigaskóm.
Þremenningarnir, sem eru 18-25 ára að aldri, ætluðu að ganga á Säntis, sem er 2500 metra hátt. En þeir villtust fljótlega og hringdu í neyðarlínu sem sendi þyrlu eftir þeim.
Að sögn lögreglu sakaði mennina ekki.