Elsti Twitter-bloggari heims látinn

Reuters

Bresk kona, sem er sögð vera elsti Twitter-bloggari í heiminum, lést á dvalarheimili fyrir aldraða í morgun, 104 ára gömul að aldri. Hún átti um 57.000 fylgjendur á Twitter.

Undanfarna daga hafa starfsmenn hjúkrunarheimilisins skrifað á síðu Ivy Bean til að láta vita um líðan hennar. Í morgun var svo greint frá því á síðunni að hún væri látin.

Pat Wright, framkvæmdastjóri Hillside Manor dvalarheimilisins í Bradford, segir að Bean hafi kynnst Twitter árið 2008, þegar heimilið fékk nokkrar fartölvur. Starfsmennirnir hvöttu vistmenn til að prófa græjurnar og þannig komst Bean í kynni við örbloggsíðuna.

„Hún var ósköp venjulega mamma og amma sem var ekki hrædd við að prófa nýja hluti,“ segir Wright.

„Hún „tísti" um það sem hún væri að borða í kvöldmt og hvort hún hefði spilað. Hún tístaði hins vegar ekki þegar Deal Or No Deal var í sjónvarpinu. Þá stoppaði allt.“

Fjölmargir hafa sent fjölskyldu hennar samúðarkveðjur.

Fyrr á þessu ári fékk Bean að hitta Gordon Brown, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, í móttöku fyrir eldri borgara í Downing-stræti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir