Bresk kona, sem er sögð vera elsti Twitter-bloggari í heiminum, lést á dvalarheimili fyrir aldraða í morgun, 104 ára gömul að aldri. Hún átti um 57.000 fylgjendur á Twitter.
Undanfarna daga hafa starfsmenn hjúkrunarheimilisins skrifað á síðu Ivy Bean til að láta vita um líðan hennar. Í morgun var svo greint frá því á síðunni að hún væri látin.
Pat Wright, framkvæmdastjóri Hillside Manor dvalarheimilisins í Bradford, segir að Bean hafi kynnst Twitter árið 2008, þegar heimilið fékk nokkrar fartölvur. Starfsmennirnir hvöttu vistmenn til að prófa græjurnar og þannig komst Bean í kynni við örbloggsíðuna.
„Hún var ósköp venjulega mamma og amma sem var ekki hrædd við að prófa nýja hluti,“ segir Wright.
„Hún „tísti" um það sem hún væri að borða í kvöldmt og hvort hún hefði spilað. Hún tístaði hins vegar ekki þegar Deal Or No Deal var í sjónvarpinu. Þá stoppaði allt.“
Fjölmargir hafa sent fjölskyldu hennar samúðarkveðjur.
Fyrr á þessu ári fékk Bean að hitta Gordon Brown, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, í móttöku fyrir eldri borgara í Downing-stræti.