Prestur dæmdur fyrir að gifta

Ekki var alltaf mikil viðhöfn þegar séra Alex Brown var …
Ekki var alltaf mikil viðhöfn þegar séra Alex Brown var að gifta. Árni Torfason

Breskur prestur hefur verið fundinn sekur um að hafa gefið hundruð para saman í málamyndarhjónabönd en slík hjónabönd fela í sér brot á innflytjendalöggjöfinni.

Alex Brown gaf saman 383 pör í hjónabönd á fjögurra ára tímabili sem var til rannsóknar. Talið er að 360 af þeim hafi verið málmyndarhjónabönd. Saksóknari hélt því fram að presturinn hefði gert sér fulla grein fyrir því að pörin væru aðeins að ganga í hjónabönd í þeim tilgangi að fara á svig við lögin. Kviðdómur taldi sannað að Brown hefði vísvitandi brotið lögin.

Tveir samstarfsmenn prestsins voru einnig dæmdir fyrir lögbrot. Annar þeirra, sem er frá A-Evrópu, er talinn hafa tekið 3.000 pund fyrir að koma hjónaböndunum í kring. Flestir sem leituðu til hans voru frá Afríku, aðallega Nígeríu.

Fram kom við réttarhöldin að Brown hefði ekki alltaf haft fyrir því að lesa upp þann texta sem jafnan er lesinn þegar hjón eru gefin saman í kirkjum í Bretlandi. Presturinn játaði sök í málinu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir