Sá „elsti" hafði verið látinn í 30 ár

Frá Tókýó.
Frá Tókýó. Reuters

Maður, sem talinn var elsti karlmaðurinn í Tókýó, höfuðborg Japans, reyndist hafa verið látinn í 30 ár. Líkamsleifar mannsins fundust á heimili hans þegar embættismenn vildu kanna hvernig honum liði.  

Dagur aldraðra verður haldinn hátíðlegur í Japan í september og því vildu embættismenn kanna hvort listi sem þeir höfðu í höndum yfir þá, sem voru aldargamlir eða eldri, væri réttur.

Starfsmenn félagsþjónustunnar í Tókýó höfðu í vor nokkrum sinnum reynt að heimsækja Sogen Kato, sem fæddist 22. júlí 1899 og var samkvæmt því elsti karlmaðurinn í borginni. Ættingjar mannsins höfðu hins vegar ávallt vísað embættismönnunum á dyr og sagt að  hann vildi ekki hitta neinn.

Embættismönnunum þótti þessi viðbrögð grunsamleg og á endanum var lögregla send á staðinn og lét hún andmæli ættingjanna sem vind um eyrun þjóta. Í herbergi þar sem Kato var sagður hafast við, fannst síðan uppþornað lík liggjandi í rúmi, íklætt  náttfötum. 

Barnabarn Katos sagði við lögreglu, að afi hennar hefði lokað sig inni í herbergi sínu fyrir 30 árum og lýst því yfir að hann vildi verða lifandi Búdda. Lögregla telur, að Kato hafi látist skömmu síðar.  

Lögreglan segist nú vera að rannsaka hvort ættingjar Katos hafi brotið lög en þeir eru grunaðir um að hafa hagnýtt sér ellistyrk og aðrar tryggingabætur, sem hann fékk.

„Fjölskylda hans hlýtur að hafa vitað öll þessi ár að hann var látinn en lét eins og ekkert hefði í skorist," sagði Yukata Muroi, starfsmaður félagsþjónustu Tókýó.   „Þetta er óhugnanlegt." 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir