Krýndur „Ungur trúarleiðtogi“

Asyraf fékk sérstaka húfu til tákns um að hafa borið …
Asyraf fékk sérstaka húfu til tákns um að hafa borið sigur úr býtum í keppninni um Unga trúarleiðtogann. Reuters

Muhammad Asyraf Mohamad Ridzuan, 26 ára gamall trúfræðingur, varð hlutskarpastur í hæfileikakeppni um „Unga trúarleiðtogann“ í Malasíu. Hæfileikakeppnin hefur farið fram í sjónvarpi og notið gríðarlegra vinsælda og vakið athygli víða um heim.

Keppnin „Ungi trúarleiðtoginn“ leiddi saman tíu keppendur á lokastigi keppninnar sem send var út á besta áhorfstíma sjónvarpsins. Þar kepptu ungumennirnir í að þylja utanbókar vers úr Kóraninum, þvo lík og að slátra kindum eftir helgisiðum múslima. Einnig kepptu þeir í því hverjum gengi best að sannfæra ungt fólk um að halda sig frá kynlífi og fíkniefnum.

Í lokaatrennunni bar Muhammad Asyraf Mohamad Ridzuan sigurorð af Hizbur Rahman Omar Zuhdi, 27 ára trúfræðikennara. Keppnin stóð í tíu vikur og á þeim tíma féllu átta keppendur út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir