Bandaríski leikarinn Nick Afanasiev sigraði í vali sjónvarpsstöðvarinnar Fox 5 í San Diego á þeim bandaríska einstaklingi sem skartaði lengstu tungunni. Mældist tunga hans 8,89 sm sem er örlítið styttra heldur en lengsta tunga heims. Er það Bretinn Stephen Taylor sem á heimsmetið í tungulengd, 9,8 sm.