Elsta konan í Tokyo týnd

Þau sem skráð hafa verið elst í Tokyo eru löngu …
Þau sem skráð hafa verið elst í Tokyo eru löngu dáin. YURIKO NAKAO

Elsta konan í Tokyo er týnd og hefur raunar verið það í nokkra áratugi. Stjórnvöld í Japan fara nú yfir upplýsingar um fólk sem er eldra en 100 ára og bendir ýmislegt til að upplýsingarnar séu ekki traustar.

Í síðustu viku kom í ljós að sá sem talinn var elsti maður Tokyo, Sogen Kato, hafði í reynd látist fyrir nokkrum áratugum og að lík hans var enn að finna í herberginu hans. Í kjölfarið fóru yfirvöld í borginni að athuga líðan elstu konunnar í borginni. Hún heitir  Fusa Furuya og er 113 ára. Samkvæmt skrá borgarinnar býr hún heima hjá dóttur sinni, en dóttirin segir að hún hafi ekki séð móður sína í meira en 30 ár. Lögreglan telur líklegt að hún sé löngu látin.

Samkvæmt opinberum skrám eru um 40 þúsund Japanir 100 ára eða eldri. Fréttir af elstu íbúum Tokyo hafa hins vegar vakið upp spurningar um hversu mikið er að marka þessar tölur.

Svo virðist sem engum hafi dottið í huga að tékka á líðan Furuya í öll þessi ár, fyrr en nú. Starfsmenn borgarinnar heimsóttu heimili hennar og fengu þau svör að hún hefði ekki sést þar í meira en 30 ár. Dóttir konunnar sagðist hafa greitt sjúkratryggingu móður sinnar samviskusamlega ef svo ólíklega færi að sú gamla skilaði sér heim.

Lögreglan er núna að reyna að hafa upp á syni Furuya til að kanna hvort hann viti eitthvað um móðurina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir