Elsta konan í Tokyo týnd

Þau sem skráð hafa verið elst í Tokyo eru löngu …
Þau sem skráð hafa verið elst í Tokyo eru löngu dáin. YURIKO NAKAO

Elsta kon­an í Tokyo er týnd og hef­ur raun­ar verið það í nokkra ára­tugi. Stjórn­völd í Jap­an fara nú yfir upp­lýs­ing­ar um fólk sem er eldra en 100 ára og bend­ir ým­is­legt til að upp­lýs­ing­arn­ar séu ekki traust­ar.

Í síðustu viku kom í ljós að sá sem tal­inn var elsti maður Tokyo, So­gen Kato, hafði í reynd lát­ist fyr­ir nokkr­um ára­tug­um og að lík hans var enn að finna í her­berg­inu hans. Í kjöl­farið fóru yf­ir­völd í borg­inni að at­huga líðan elstu kon­unn­ar í borg­inni. Hún heit­ir  Fusa Furuya og er 113 ára. Sam­kvæmt skrá borg­ar­inn­ar býr hún heima hjá dótt­ur sinni, en dótt­ir­in seg­ir að hún hafi ekki séð móður sína í meira en 30 ár. Lög­regl­an tel­ur lík­legt að hún sé löngu lát­in.

Sam­kvæmt op­in­ber­um skrám eru um 40 þúsund Jap­an­ir 100 ára eða eldri. Frétt­ir af elstu íbú­um Tokyo hafa hins veg­ar vakið upp spurn­ing­ar um hversu mikið er að marka þess­ar töl­ur.

Svo virðist sem eng­um hafi dottið í huga að tékka á líðan Furuya í öll þessi ár, fyrr en nú. Starfs­menn borg­ar­inn­ar heim­sóttu heim­ili henn­ar og fengu þau svör að hún hefði ekki sést þar í meira en 30 ár. Dótt­ir kon­unn­ar sagðist hafa greitt sjúkra­trygg­ingu móður sinn­ar sam­visku­sam­lega ef svo ólík­lega færi að sú gamla skilaði sér heim.

Lög­regl­an er núna að reyna að hafa upp á syni Furuya til að kanna hvort hann viti eitt­hvað um móður­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þolinmæði þrautir vinnur allar og það munt þú reyna eins og svo margir aðrir. Láttu reyna á samstarfsvilja annarra því sigurinn er sætari í hóp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þolinmæði þrautir vinnur allar og það munt þú reyna eins og svo margir aðrir. Láttu reyna á samstarfsvilja annarra því sigurinn er sætari í hóp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir