Konur laðast að rauðum körlum

Karlmenn ættu samkvæmt nýjustu rannsóknum að klæðast rauðu
Karlmenn ættu samkvæmt nýjustu rannsóknum að klæðast rauðu

Með því einu að ganga um í rauðri peysu kann karlmaður að auka áhuga kvenna, segja rannsóknarmenn í Rochester.

Sálfræðingar nokkrir framkvæmdu athuganir á konum með því að fá þær til þess að dæma hversu aðlaðandi þeim þótti ýmsir menn og segja hversu viljugar þær væru að fara út með þeim, kyssa þá og stunda kynmök með þeim.

Þá breyttu þeir með stafrænum hætti lit bolanna sem mennirnir voru í og báru saman niðurstöðurnar. Þær leiddu í ljós að konum þætti karlmenn í rauðu, af einhverjum sökum, áhugaverðari en þeir sem voru í öðrum litum.

Þeir sem hafa gengið um í rauðu hafa gjarnan verið séðir sem "valdamiklir, aðlaðandi og kynferðislega fýsilegir" lét Andrew Elliot prófessor við háskólann í Rochester hafa eftir sér og voru áhrifin hin sömu óháð menningarhópum sem konurnar tilheyrðu. Þá virðist rauði liturinn þó hafa sínar takmarkanir því hann hvetur konur ekki til þess að líta á menn endilega sem viðkunnanlega, góðláta eða félagslynda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup