Á 290 km hraða

Lögregla í Sviss hefur lagt hald á sportbíl Svía nokkur, sem staðinn var að því að aka á 290 km hraða á klukkustund á hraðbraut í Fribourg. Lögreglan segist ekki vita til þess að menn hafi áður verið staðnir að því að aka svo hratt í Sviss.

Svíinn, sem er 37 ára gamall, ók svörtum Mercedes Benz með 570 hestafla vél. Bíllinn kom inn í ratsjá lögreglu, sem reyndi þó ekki að elta hann heldur hafði samband við lögreglumenn í nágrannabæ, sem stöðvuðu Svíann. 

Lögregla segir, að maðurinn kunni að eiga yfir höfði sér 1 milljón svissneskra franka sekt, jafnvirði 113 milljóna króna, en það fari þó eftir tekjum hans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar