Selur meydóminn til bjargar heimilinu

Ungversk sautján ára gömul skólastúlka sem seldi meydóm sinn til bresks kaupsýslumanns hefur afturkallað söluna eftir að hann bað hana um að giftast sér. Stúlkan sem ákvað að selja meydóminn á eBay uppboðsvefnum til að bjarga heimili sínu og móður sinnar ætlar að hefja uppboðið á ný.

Á Orange-vefnum er haft eftir henni að hún sé að leita að aðstoð ekki eiginmanni,

Fyrra uppboðinu lauk á eBay þegar fjárhæðin var komin yfir 100 þúsund pund, 18,8 milljónir króna, en nú fer það fram í ungverska sjónvarpinu.

Stúlkan, sem býr ásamt móður sinni og bróður á öðru ári í norðurhluta Ungverjalands, sér ekkert athugavert við það að selja meydóm sinn. „Þetta er einungis ein nótt. Og mér finnst þetta jafnvel pínu rómantískt þar sem maðurinn sem greiðir mér er að forða fjölskyldu minni frá því að verða heimilislaus. Hann verður okkar bjargvættur."

Stúlkan segir að það hafi komið sér á óvart hversu mikil viðbrögð uppboðið fékk á eBay. „Ég byrjaði á bloggfærstu en þegar hundruð og aftur hundruð karla fóru að senda mér tölvupósta og bjóða í mig þá fannst mér að ég gæti ekki leynt móður mína þessu lengur," segir hún.

Hún segir að móðir hennar hafi fengið áfall og hún hafi beðið dóttur sína um að hætta við. En hún viti hins vegar ekki hvernig þær eigi að bjarga heimili fjölskyldunnar á annan hátt. Hún segist ekki vera vændiskona eða drusla líkt og sumir segi um hana. Það eina sem hún vilji sé að bjarga fjölskyldunni frá því að lenda á götunni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir