Selur meydóminn til bjargar heimilinu

Ungversk sautján ára gömul skólastúlka sem seldi meydóm sinn til bresks kaupsýslumanns hefur afturkallað söluna eftir að hann bað hana um að giftast sér. Stúlkan sem ákvað að selja meydóminn á eBay uppboðsvefnum til að bjarga heimili sínu og móður sinnar ætlar að hefja uppboðið á ný.

Á Orange-vefnum er haft eftir henni að hún sé að leita að aðstoð ekki eiginmanni,

Fyrra uppboðinu lauk á eBay þegar fjárhæðin var komin yfir 100 þúsund pund, 18,8 milljónir króna, en nú fer það fram í ungverska sjónvarpinu.

Stúlkan, sem býr ásamt móður sinni og bróður á öðru ári í norðurhluta Ungverjalands, sér ekkert athugavert við það að selja meydóm sinn. „Þetta er einungis ein nótt. Og mér finnst þetta jafnvel pínu rómantískt þar sem maðurinn sem greiðir mér er að forða fjölskyldu minni frá því að verða heimilislaus. Hann verður okkar bjargvættur."




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar