Hvort eð er alltaf biðröð á læknavaktinni

Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden.
Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden.

Óvenju langar biðraðir voru á læknavaktinni í miðborg Bergen í Noregi í nótt. Í ljós kom, að vakthafandi læknir stakk af til að fara á rokktónleika með Iron Maiden. „Það er hvort eð er alltaf biðröð á læknavaktinni," hefur Bergens Tidende eftir lækninum.

Bergens Tidende segir, að aðeins einn læknir hafi verið á vaktinni í nótt en hinn var í Koengen á tónleikum Iron Maiden. Blaðið hefur eftir lækninum, að hann hafi reynt mikið að fá kollega sína til að hlaupa í skarðið en þegar það gekk ekki stakk hann einfaldlega af. 

Læknirinn segist  gera sér grein fyrir því, að þessi fjarvera hans kunni að hafa einhverjar afleiðingar. „En ég er í öðrum störfum og lendi því ekki í vandræðum þótt ég missi þetta," hefur Bergens Tidende eftir honum og bætir við, að árslaun rokklæknisins hafi verið um 1 milljón norskra króna, um 20 milljónir íslenskra króna, á síðasta ári. 

Síðustu fréttir herma raunar að lækninum hafi verið vikið frá störfum tímabundið á meðan málið er rannsakað.

Frétt Bergens Tidende

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir