Ók hringinn á tíræðisaldri

Magnús Þór Helgason undir stýri.
Magnús Þór Helgason undir stýri. mbl.is/Eggert

Magnús Þór Helga­son lét sig ekki muna um að aka hring­veg­inn þó svo hann sé kom­inn á tíræðis­ald­ur. Hann er með ólækn­andi bíla­dellu að eig­in sögn en hann hef­ur verið með öku­rétt­indi síðan árið 1937.

Magnús Þór ók hring­veg­inn ein­sam­all á þrem­ur dög­um, með viðkomu á Ak­ur­eyri og á Eg­ils­stöðum. „Fyrri hluta ferðar­inn­ar fór ég ró­lega yfir en svo keyrði ég í ein­um rykk frá Eg­ils­stöðum og heim til Kefla­vík­ur.“

Magnús Þór starfaði lengi við bif­reiðaakst­ur. Hann var til dæm­is vöru­bíl­stjóri um 22 ára skeið. Eft­ir að hann hætti vöru­bif­reiðaakstri vann Magnús Þór sem verk­stjóri hjá Kefla­vík­ur­bæ í 16 ár og einnig um tíma sem öku­kenn­ari.

Magnús Þór festi í vik­unni kaup á glæ­nýj­um eðal­vagni af Hondu-gerð. „Lengi vel ók ég aðeins Saab og ég átti slíka bíla í 40 ár en svo var ég hálfnarraður út í að kaupa Hondu fyr­ir fjór­um árum og það var ást við fyrstu sýn,“ seg­ir Magnús Þór í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Aðrir vilja endilega létta af þér byrðinni og þá gæs er best að grípa
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Aðrir vilja endilega létta af þér byrðinni og þá gæs er best að grípa
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir