Ók hringinn á tíræðisaldri

Magnús Þór Helgason undir stýri.
Magnús Þór Helgason undir stýri. mbl.is/Eggert

Magnús Þór Helgason lét sig ekki muna um að aka hringveginn þó svo hann sé kominn á tíræðisaldur. Hann er með ólæknandi bíladellu að eigin sögn en hann hefur verið með ökuréttindi síðan árið 1937.

Magnús Þór ók hringveginn einsamall á þremur dögum, með viðkomu á Akureyri og á Egilsstöðum. „Fyrri hluta ferðarinnar fór ég rólega yfir en svo keyrði ég í einum rykk frá Egilsstöðum og heim til Keflavíkur.“

Magnús Þór starfaði lengi við bifreiðaakstur. Hann var til dæmis vörubílstjóri um 22 ára skeið. Eftir að hann hætti vörubifreiðaakstri vann Magnús Þór sem verkstjóri hjá Keflavíkurbæ í 16 ár og einnig um tíma sem ökukennari.

Magnús Þór festi í vikunni kaup á glænýjum eðalvagni af Hondu-gerð. „Lengi vel ók ég aðeins Saab og ég átti slíka bíla í 40 ár en svo var ég hálfnarraður út í að kaupa Hondu fyrir fjórum árum og það var ást við fyrstu sýn,“ segir Magnús Þór í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir