Varð fyrir eldingu klukkan 13:13 föstudaginn 13.

Reuters

Hjátrúin segir, að það boði ekki gott ef 13. dagur mánaðar er föstudagur. Breskur 13 ára gamall drengur telur sennilega að eitthvað sé til í þessu eftir lífsreynsluna, sem hann varð fyrir í gær. 

Breska blaðið Daily Telegraph segir frá því í gær, að klukkan 13:13 í gær, föstudaginn 13. ágúst, hafi 13 ára drengur orðið fyrir eldingu þar sem hann var ásamt fjölskyldu sinni á flughátíð í Suffolk.  

Blaðið segir, að drengurinn hafi fengið lítilsháttar brunasár og verið fluttur á sjúkrahús en muni væntanlega ná sér að fullu.  

Tveir aðrir gestir á flugsýningunni urðu einnig fyrir eldingu þegar þeir voru að horfa á sýningu flugsveitarinnar Rauðu örvanna.  Fólkið meiddist lítið og þurfti ekki að fara á sjúkrahús.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir