Eistu á diskinn minn

Hrútspungar hafa þótt herramannsmatur á Íslandi öldum saman
Hrútspungar hafa þótt herramannsmatur á Íslandi öldum saman mbl.is/Árni Sæberg

Ferðamálayfirvöld í Serbíu vonast til þess að heimsmeistaramót í matreiðslu á eistum eigi eftir að vera jafn aðlaðandi fyrir ferðamenn og viskí er fyrir þá sem ferðast til Skotlands.

Heimsmeistarakeppnin er nú haldin í Serbíu sjöunda árið í röð og er matreiðslumönnum alls staðar úr heiminum boðið að taka þátt. Skiptir engu af hvaða skepnu eistun eru, allir fá að taka þátt sem vilja og að smakka. Í Serbíu þykja nautseistu herramannsmatur en ekki kemur fram hvort þeir framreiði súrsaða hrútspunga að hætti Íslendinga á Orange-vefnum.

Keppnin hefst þann 27. ágúst og verða úrslitin kunngjörð þann 29. ágúst.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir