Hryllingur á Húsavík

mbl.is/Hafþór

Hið íslenska reðasafn, sem staðsett er á Húsavík, er í öðru sæti á lista yfir hryllilegustu söfn heims, að mati ritstjórnar  bandarísku afþreyingarsíðunnar cracked.com.

Reðasafnið er þar talið hryllilegra en t.d. múmíusafn í Mexíkó og safn tileinkað blæðingum og heilsu kvenna.

Vefsíðan birtir í dag lista yfir sjö hryllilegustu söfn heims og er þar í sjöunda sæti múmíusafn í Mexíkó, þá katakomba í Sikiley með uppáklæddum beinagrindum og í fimmta sæti safn geðsjúkrahúss þar sem meðferð sjúklinganna fólst í að búa til eftirlíkingar af þeim hryllilegu tólum og tækjum sem notuð voru fyrr á tímum til að „lækna“ geðsjúka.

Þá fylgir safn um blæðingar kvenna og kvennaheilsu næst á eftir og í þriðja sæti er safn með allavega brúðum frá búktölurum.

Allt þetta þykir þó ekki eins hræðilegt og reðirnir á Hinu íslenska reðasafni.

Það sem þykir hvað hræðilegast, samkvæmt greinahöfundi, er að safnvörðurinn skuli fara svo langt með áhuga sinn á reðum að hann hafi útbúið ljósakrónur og listaverk úr kynfærum ýmissa karlkyns spendýra.

Þó er nánast mælt með heimsókn til Húsavíkur til að skoða yfir 100 mismunandi reði sem hluta af steggjun tilvonandi brúðguma.

Eina safnið sem þykir hryllilegra en reðasafnið er safn í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum sem geymir hauskúpur og beinagrindur og myndir af vansköpuðu fólki.

Hryllilegustu söfn heims

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir