Láta hjólastólinn ekki hamla sér í dansinum

Dorrit Moussaieff forsetafrú lét sig ekki muna um að taka …
Dorrit Moussaieff forsetafrú lét sig ekki muna um að taka snúning í hjólastól við fögnuð viðstaddra. mbl.is/Ómar

Hjólastóla- og göngugrindardans er nýr og skemmtilegur möguleiki fyrir þá sem þurfa að notast við slík hjálpartæki við daglegar athafnir. Dansarar sem bundnir eru hjólastól dansa þar við gangandi dansara.

Kynning á þessari óvenjulegu dansíþrótt fór fram á laugardaginn í húsakynnum Tónskóla Sigursveins. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú voru meðal gesta á kynningunni og sýndi forsetafrúin þar meðal annars hvers hún er megnuð á dansgólfinu.

Hjólastóla- og göngugrindardans hefur notið vaxandi vinsælda á Norðurlöndunum undanfarin ár, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar