iPod veldur skelfingu í lest

iPod
iPod Reuters

Súr lykt frá iPod spilara sem hafði ofhitnað er skýringin á því hvers vegna stöðva þurfti neðanjarðarlest í Tókýó í átta mínútur á háannatíma á föstudaginn var.

Var för lestarinnar stöðvuð eftir að farþegar tilkynntu um torkennilega lykt og reyk. Þrátt fyrir leit um borð í lestinni fannst ekkert sem benti til þess að eldur væri um borð og því var ákveðið að halda för áfram.

Skömmu eftir brottför lét kona sem var í lestinni starfsfólk vita að það hafi verið iPod spilari hennar sem hafði ofhitnað.  

Stjórnvöld í Japan hafa lagt formlega kvörtun fram við Apple fyrirtækið sem framleiðir iPod nano spilara þar sem 27 slíkir hafa ofhitnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir