Súr lykt frá iPod spilara sem hafði ofhitnað er skýringin á því hvers vegna stöðva þurfti neðanjarðarlest í Tókýó í átta mínútur á háannatíma á föstudaginn var.
Var för lestarinnar stöðvuð eftir að farþegar tilkynntu um torkennilega lykt og reyk. Þrátt fyrir leit um borð í lestinni fannst ekkert sem benti til þess að eldur væri um borð og því var ákveðið að halda för áfram.
Skömmu eftir brottför lét kona sem var í lestinni starfsfólk vita að það hafi verið iPod spilari hennar sem hafði ofhitnað.
Stjórnvöld í Japan hafa lagt formlega kvörtun fram við Apple fyrirtækið sem framleiðir iPod nano spilara þar sem 27 slíkir hafa ofhitnað.