Sektuð fyrir að koma nakin fram

Erykah Badu
Erykah Badu Reuters

Bandaríska söngkonan Erykah Badu þarf að greiða 500 Bandaríkjadali, 60 þúsund krónur, í sekt og verður á skilorði næstu sex mánuði fyrir að hafa komið nakin fram.

Kvörtuðu ferðamenn og fólk sem átti leið um götur Dallas yfir því að Badu væri nakin við upptöku á tónlistarmyndbandi úti á götu. 

Í myndbandinu gengur Badu um á Dealey Plaza í miðborg Dallas þar sem John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, var myrtur. Söngkonan fækkar fötum á göngunni og í lok myndbandsins sést hún falla allsnakin til jarðar líkt og hún hafi verið skotin. Raunar hefur tölvutækni verið notuð til að myndbandið misbjóði ekki siðferðiskennd áhorfenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar