Bandaríska söngkonan Erykah Badu þarf að greiða 500 Bandaríkjadali, 60 þúsund krónur, í sekt og verður á skilorði næstu sex mánuði fyrir að hafa komið nakin fram.
Kvörtuðu ferðamenn og fólk sem átti leið um götur Dallas yfir því að Badu væri nakin við upptöku á tónlistarmyndbandi úti á götu.
Í myndbandinu gengur Badu um á Dealey Plaza í miðborg Dallas þar sem John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, var myrtur. Söngkonan fækkar fötum á göngunni og í lok myndbandsins sést hún falla allsnakin til jarðar líkt og hún hafi verið skotin. Raunar hefur tölvutækni verið notuð til að myndbandið misbjóði ekki siðferðiskennd áhorfenda.