Gleymdi að setja niður hjólabúnaðinn

Flugvél af gerðinni Beechcraft
Flugvél af gerðinni Beechcraft AP

57 ára gamall flugmaður í æfingaflugi slapp án meiðsla þegar hann gleymdi að setja niður hjólabúnaðinn í lendingu á flugvelli í Kobe, í vesturhluta Japan. „Ég gleymdi að setja niður lendingarbúnaðinn," er haft eftir veitingahúsaeigandanum Yoshihiko Yamamoto úr skýrslutöku lögreglu. Yamamoto hefur verið með flugréttindi frá árinu 1977 og er með yfir 400 flugtíma skráða.  

Hann var að fljúga lítilli, sex sæta Beechcraft flugvél í einkaeigu þegar minnið brást honum svona illilega við lendingu á aðalflugvellinum í Kobe og var hann einn um borð í vélinni.

Flugvöllurinn var lokaður í tvær og hálfa klukkustund eftir lendinguna, sem leiddi til þess að allt að 4 tíma tafir urðu á 9 flugferðum og ferðaáætlanir 1.200 flugfarþega riðluðust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup