Send í fangelsi fyrir lágan buxnastreng

Það er eins gott að halda buxunum uppi áður en …
Það er eins gott að halda buxunum uppi áður en komið er í réttarsalinn

Ung bandarísk kona hefur verið dæmd í fangelsi í tíu daga fyrir þá sök að hafa mætt í réttarsal í stuttum buxum með svo lágan streng að það sást í nærbuxur hennar.

Kimberly Senette, 23 ára, íbúi í New Orleans hafði ekki brotið neitt af sér því hennar eina erindi í réttarsalinn var að hvetja litla bróður, Lawrence Senette, 18 ára, að gera sátt í máli.

En dómarinn, Steve Windhorst,  var afar ósáttur við klæðaburð ungu konunnar og sendi hana í fangelsi fyrir að lítilsvirða réttinn, samkvæmt vefnum Orange.

Fatnaður Senette var í hnésíðum buxum en þær voru svo lágar að aftan að það sást í nærbrók hennar. Þegar dómarinn spurði hana út í klæðaburðinn sagðist hún hafa þurft að taka beltið af buxunum þegar hún fór í gegnum öryggishlið áður en hún kom inn í réttarsalinn. Senette fór hins vegar út úr réttarsalnum í handjárnum og bróðir hennar var dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir bílþjófnað og líkamsárás.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan