Send í fangelsi fyrir lágan buxnastreng

Það er eins gott að halda buxunum uppi áður en …
Það er eins gott að halda buxunum uppi áður en komið er í réttarsalinn

Ung bandarísk kona hefur verið dæmd í fangelsi í tíu daga fyrir þá sök að hafa mætt í réttarsal í stuttum buxum með svo lágan streng að það sást í nærbuxur hennar.

Kimberly Senette, 23 ára, íbúi í New Orleans hafði ekki brotið neitt af sér því hennar eina erindi í réttarsalinn var að hvetja litla bróður, Lawrence Senette, 18 ára, að gera sátt í máli.

En dómarinn, Steve Windhorst,  var afar ósáttur við klæðaburð ungu konunnar og sendi hana í fangelsi fyrir að lítilsvirða réttinn, samkvæmt vefnum Orange.

Fatnaður Senette var í hnésíðum buxum en þær voru svo lágar að aftan að það sást í nærbrók hennar. Þegar dómarinn spurði hana út í klæðaburðinn sagðist hún hafa þurft að taka beltið af buxunum þegar hún fór í gegnum öryggishlið áður en hún kom inn í réttarsalinn. Senette fór hins vegar út úr réttarsalnum í handjárnum og bróðir hennar var dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir bílþjófnað og líkamsárás.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar