Send í fangelsi fyrir lágan buxnastreng

Það er eins gott að halda buxunum uppi áður en …
Það er eins gott að halda buxunum uppi áður en komið er í réttarsalinn

Ung banda­rísk kona hef­ur verið dæmd í fang­elsi í tíu daga fyr­ir þá sök að hafa mætt í rétt­ar­sal í stutt­um bux­um með svo lág­an streng að það sást í nær­bux­ur henn­ar.

Kimber­ly Senette, 23 ára, íbúi í New Or­le­ans hafði ekki brotið neitt af sér því henn­ar eina er­indi í rétt­ar­sal­inn var að hvetja litla bróður, Lawrence Senette, 18 ára, að gera sátt í máli.

En dóm­ar­inn, Steve Wind­horst,  var afar ósátt­ur við klæðaburð ungu kon­unn­ar og sendi hana í fang­elsi fyr­ir að lít­ilsvirða rétt­inn, sam­kvæmt vefn­um Orange.

Fatnaður Senette var í hnésíðum bux­um en þær voru svo lág­ar að aft­an að það sást í nær­brók henn­ar. Þegar dóm­ar­inn spurði hana út í klæðaburðinn sagðist hún hafa þurft að taka beltið af bux­un­um þegar hún fór í gegn­um ör­ygg­is­hlið áður en hún kom inn í rétt­ar­sal­inn. Senette fór hins veg­ar út úr rétt­ar­saln­um í hand­járn­um og bróðir henn­ar var dæmd­ur í tólf ára fang­elsi fyr­ir bílþjófnað og lík­ams­árás.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Stundum verður maður að leggja eitthvað á sig til að vináttan fái notið sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Stundum verður maður að leggja eitthvað á sig til að vináttan fái notið sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka