Jöklafari finnst frosinn eftir 21 ár

Jöklarnir hopa. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Jöklarnir hopa. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Rax / Ragnar Axelsson

21 ár er liðið síðan banda­ríski fjall­göngumaður­inn William Hol­land, þá 38 ára, hvarf þegar hann reyndi við hættu­legt jöklaklif­ur í Kan­ada, í apríl 1989. Ekk­ert hef­ur spurst til hans síðan þar til nú um helg­ina, þegar tveir fjall­göngu­menn gengu fram á vel varðveitt lík hans í jökl­in­um.

Þegar Hol­land hvarf var hann að reyna við hættu­lega leið upp fros­inn foss sem þekkt var með nafn­inu „Slip­stream", við tind­inn Snow Dome, sem stend­ur 3.456 metra yfir sjáv­ar­máli í jökl­um kanadísku Kletta­fjall­anna.  Nú virðist sem hann hafi hrapað ofan í jök­ul­sprungu og lík hans varðveist þar í rúma 2 ára­tugi þar til nú, þegar jök­ull­inn er tek­inn að bráðna, að lík hans kom aft­ur í ljós.

Kanadíski björg­un­ar­sveit­armaður­inn seg­ir að bráðnað hafi ofan af Hol­land og þegar hann og fé­lagi hans gengu fram á líkið hafi hvergi þurft að losa það upp eða grafa ofan af því. „Hann var eig­in­lega bara skinn og bein og leit út eins og múmía. Föt­in hans og göngu­búnaður­inn voru nokk­urn veg­inn á sín­um stað og ef þú hugs­ar um hvar hann var má eig­in­lega segja að hann hafi verið djúp­fryst­ur í 21 ár."

Hol­land fannst með brodda á göngu­skón­um og með reipi slengt yfir öxl­ina. Fjöl­skyldu hans hef­ur verið til­kynnt að hann sé loks kom­inn í leit­irn­ar. Talið er að ís­inn sem hann kleif hafi brotnað og hrunið með hon­um niður fjalls­hlíðina eina 300 metra. Vitað er um a.m.k. 2 aðra jöklafara sem hafa horfið í þjóðgarðinum og ekki úti­lokað að jök­ull­inn muni ein­hvern dag­inn einnig skila þeim til baka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Sólin er í merki þínu og því er mikilvægt að þú gefir þér tíma til að hugsa um sjálfan þig. Farðu eftir eigin hyggjuviti. Samræður ættu að verða líflegar og skemmtilegar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Sólin er í merki þínu og því er mikilvægt að þú gefir þér tíma til að hugsa um sjálfan þig. Farðu eftir eigin hyggjuviti. Samræður ættu að verða líflegar og skemmtilegar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Loka