Gróf neðanjarðarheimili vegna hás húsnæðisverðs

Námuverkamaður að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Námuverkamaður að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AP

Kínverskur námuverkamaður sem sestur er í helgan stein hefur fundið lausn við himinháum húsnæðiskostnaði í Kína. Hann hefur grafið sér heimili neðanjarðar, undir kofanum þar sem hann býr. Chen Xinnian sem er 64 ára segist hafa þurft meira rými fyrir fjölskyldu sína en vegna þenslu á fasteignamarkaði hafi hann gefist upp við að leita að stærra húsi og varði í staðinn 4 árum í að útbúa hvelfingu undir pínulitla húsinu sínu í borginni Zengzhou.

Hann hefur nú bætt 50 fermetrum við heimilið á sex metra dýpi neðanjarðar en markmiðið er að bæta við þremur herbergjum og stofu. Chen keypti sér höfuðljós, hjálma og annan búnað sjálfur og notaði svo sér þekkingu sína frá löngum starfsferli í námuvinnslu við verkið. Hann segist hafa reiknað það út að neðanjarðarheimilið eigi að þola jarðskjálfta af stærðinni 8 og að þar sé svalt á sumrin en hlýtt á veturna.

Húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi í Kína á síðustu árum og eru milljónir Kínverja í þeirri stöðu að geta ekki komið sér upp heimili eða stækkað við sig. Ríkisstjórnin brást við á þessu ári með röð aðgerða til að ná verðinu niður en það gengur hægt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir