Fjármálaráðherra Rússlands, Alexei Kudrin, hefur brugðið á það ráð að hvetja íbúa Rússlands til að drekka og reykja meira í þágu hins opinbera. Því með auknum reykingum og áfengisneyslu muni tekjur ríkissjóðs aukast.
Samkvæmt frétt Metro á Kudrin að hafa sagt að ef þú reykir pakka af sígarettum á dag þá þýðir að þú gerir meira til þess að bæta vandamál þjóðfélagsins. „Fólk ætti að skilja þetta: Þeir sem drekka, þeir sem reykja eru að gera meira til stuðnings ríkinu," segir Kudrin.