Ummæli Þórunnar á boli og bolla

Ummæli Þórunnar urðu hönnuði Weemad Design innblástur.
Ummæli Þórunnar urðu hönnuði Weemad Design innblástur.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, virðist hafa innleitt nýjan frasa með ummælum, sem féllu í lok fréttaviðtals í Ríkisútvarpinu á miðvikudag. Nú má kaupa margskonar gjafavöru og minjagripi með ummælunum á netinu.

Það er íslenska hönnunarsíðan Weemad Design sem brást svona skjótt við og býður nú til sölu stuttermaboli, músamottur, hettupeysur, kaffimál og barmnælur þar sem þeim skilaboðum er komið á framfæri að ónefndur frændi skuli hoppa á nefndan stað. 

Orðin féllu að loknu fréttaviðtali Ægis Þórs Eysteinssonar, fréttamanns Ríkisútvarpsins, sem var í beinni útsendingu. Enn var opið fyrir hljóðnemann þegar Þórunn heyrðist segja: „Segðu frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér“.

Tilefnið var að maður nokkur gerði hróp að þeim þegar verið var að taka viðtalið og kallaði „óþjóðalýður“ í tvígang.  

„Þetta datt upp úr mér. Það greip mig gamall pönkari sem býr innra með mér. En það svo sem afsakar ekki neitt. Fullorðið fólk á ekki að tala svona,“ sagði Þórunn í samtali við mbl.is á miðvikudag og sagðist biðjast innilega afsökunar.

Ummælin hafa fallið í misgóðan jarðveg og á meðan sumum þykir þau ósmekkleg virðast vera aðrir sem geta hugsað sér merkja sig þeim. Vörurnar má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir