Minnsti maður heims

Edward Nino Hernandez heldur hér á Heimsmetabók Gunniess. En myndin …
Edward Nino Hernandez heldur hér á Heimsmetabók Gunniess. En myndin er fengin af vef Guinness.

Tuttugu og fjögurra ára gamall Kólumbíumaður, Edward Nino Hernandez, er minnsti maður heims, skv. Heimsmetabók Guinness. Móðir hans segir að hann hafi ekkert stækkað frá því hann var tveggja ára gamall. Hernandez vegur aðeins 10 kíló og er 70 sentimetrar á hæð.

„Ég er glaður því ég er einstakur,“ sagði hann í samtali við AP-fréttastofuna. Hann starfar í hlutastarfi sem dansari.

Kínverjinn He Pingping átti gamla metið. Hann lést í mars sl. og var einnig fjórum sentimetrum hærri en Kólumbíumaðurinn, að því er breska útvarpið greinir frá.

Hernandez mun að öllum líkindum ekki halda titlinum lengi, því búist er við því að Khagendra Thapa Magar frá Nepal muni slá metið þegar hann verður 18 ára í október. Hann er 56 sentimetrar á hæð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir