Ræstingafólk sem var að þrífa flugvél eftir lendingu á flugvellinum á Filippseyjum fann smábarn í ruslafötu á klósetti flugvélarinnar.
Starfsfólkið gerði læknum á flugvellinum strax viðvart. Barnið var flutt á sjúkrahús og reyndist það við góða heilsu. Það er núna í umsjón barnaverndaryfirvalda sem eru að reyna að hafa upp á foreldrum þess.
Flugvélin var að koma frá Bahrain og verið var að undirbúa vélina til að snúa til baka þegar barnið, drengur, fannst. Drengurinn litli hefur verið nefndur „Jorge Francis“.