Reyndu að selja kynfæri af karlmanni

Lögreglumenn í Nairobi.
Lögreglumenn í Nairobi.

Lögregla í Kenýa handtóku um helgina starfsmann líkhúss og bílstjóra líkbíls, sem gerðu tilraun til að koma karlmannskynfærum í verð fyrir utan banka í Naíróbí. Lögreglan fékk ábendingu um hina vafasömu sölu og handtók mennina á meðan þeir biðu eftir kúnna.

„Við fengum nafnlausa ábendingu og lögðum umsátur fyrir herramenninga tvo og handtókum þá þegar þeir reyndu að selja kynfæri karlmanns," útskýrði lögregluforinginn Johana Cheboi fyrir fjölmiðlum í Kenýu og sýndi þeim kynfærin sem vafin voru inn í grænan plastpoka.

Mennirnir tveir unnu í samstarfi. „Þeir hafa útskýrt fyrir okkur hvernig þetta byrjaði allt saman og meira að segja samþykkt að fara með okkur í líkhúsið til að sína okkur líkið sem þeir skáru kynfærin af," hefur AFP eftir lögreglunni.

Þrátt fyrir að galdratrú sé útbreidd í Kenýa er afar sjaldgæft að líkamshlutar fólks séu seldir með þessum hætti.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup