54 ára karlmaður, sem segist hafa eignast 55 börn með 55 konum, hefur verið ákærður í París vegna gruns um að börnin hafi verið rangfeðruð til að mæðurnar gætu fengið dvalarleyfi og barnabætur í Frakklandi.
Lögreglan í París telur að félagslegu bæturnar sem konurnar fengu hafi numið jafnvirði 150 milljóna króna á ári. Maðurinn, sem er af afrískum uppruna, var handtekinn í íbúð þar sem yfir 50 manns voru skráðir til heimilis. Hann er sagður hafa fengið sem samsvarar allt að 30.000 kr. frá hverri konu.