Meinað að koma til Bandaríkjanna

Luke Angel vandaði Barack Obama ekki kveðjurnar að því er …
Luke Angel vandaði Barack Obama ekki kveðjurnar að því er lögreglan í Bedfordskíri segir. Reuters

Breskur unglingspiltur fær aldrei að fara til Bandaríkjanna eftir að hann sendi tölvupóst til Hvíta hússins í Washington þar sem hann hafði í hótunum og tjáði neikvæðar skoðanir sínar í garð Barack Obama Bandaríkjaforseta og Bandaríkjastjórn.

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) komst yfir póstinn og hafði samband við bresk yfirvöld. Í framhaldinu heimsótti lögreglan í Bedfordskíri Luke Angel, sem er 17 ára gamall, og hún segir að pilturinn hafi haft í hótunum og verið með svívirðingar.

„Honum var tjáð hann muni ekki geta farið til Bandaríkjanna,“ bætti lögreglan við.

Talskona lögreglunnar segir að pilturinn hafi einfaldlega hagað sér kjánalega og að ekki verði gripið til neinna frekari aðgerða.

Eftir að hafa fengið upplýsingar um bréfið heimsóttu lögreglumenn Angel, sem viðurkenndi að hafa sent póstinn. „Æ, það var víst ég,“ sagði pilturinn þegar lögreglan bankaði upp á hjá honum. Hann sagðist hins vegar ekki muna eftir því hvað hann hafði skrifað.

Í samtali við dagblaðið Bedfordshire On Sunday segir Angel hafa skrifað tölvupóstinn eftir að hafa horft á sjónvarpsþátt sem fjallaði um árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001.

„Mér er alveg sama. En foreldrar mínir eru ekkert sérstaklega ánægðir með þetta,“ segir hann spurður út í bannið.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar