100 auðkýfingar gefi auðæfi sín

Bankastarfsmaður telur dollara og kínversk júan.
Bankastarfsmaður telur dollara og kínversk júan. Reuters

Vellauðugur kínverskur kaupsýslumaður segir að sér hafi tekist að sannfæra 100 aðra kínverska auðkýfinga um að gefa auðæfi sín. Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua greinir frá þessu.

Chen Guangbiao, sem stjórnar endurvinnslufyrirtæki, segir að auður sinn muni renna til góðgerðarmála að sér látnum. Chen er sagður eiga rúma fimm milljarða júana (um 85 milljarða króna).

Síðar í þessum mánuði munu auðkýfingarnir Bill Gates og Warren Buffett stjórna samkomu þar sem ríkir Kínverjar, sem vilja styðja góð málefni, munu koma saman. Gates og Buffett hafa einnig hvatt sína landsmenn til að gefa a.m.k. helming sinna auðæfa til góðgerðarmála.   

Næst flestir milljarðamæringar heims eru frá Kína, en flestir þeirra eru búsettir í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach