Ólétt nunna bönnuð í auglýsingu

Ísinn frá Antonio Federici er eingetin að sögn framleiðandans sem …
Ísinn frá Antonio Federici er eingetin að sögn framleiðandans sem notar þungaða nunnu til að tákna nautnina. AP

Auglýsing sem sýndi þungaða nunnu borða rjómaís með skeið inni í kirkju, hefur verið bönnuð í Bretlandi. Eftirlitsstofnun með auglýsingum í Bretlandi (ASA) segir auglýsinguna gera lítið úr kaþólskri trú. Ísframleiðandinn, Antonio Federici, hótar því nú að hengja upp svipuð auglýsingaplaköt í London fyrir heimsókn páfa.  

Benedikt XVI páfi heimsækir Westminster Abbey á föstudag og predikar við messu í Westminster dómkirkjunni á laugardag. Breski ísframleiðandinn Antonio Federici vilja ekki gefa uppi hvers konar mynd verði á auglýsingaplakötunum sem hengd verði upp, en segja að "haldið verði áfram með sama þema".

Talsmaður fyrirtækisins segir að nýja myndin muni ögra banni eftirlitsstofnunarinnar. "Við vinnum nú að því að tryggja okkur auglýsingapláss á röð skilta meðfram leiðinni sem fylking páfa fer um Westminster dómkirkjuna," hefur BBC eftir henni.

ASA eftirlitsstofnunin bannaði aðra auglýsingu frá Antonio Federici í júlí 2009, en á henni sáust prestur og nunna sem virtust vera í þann mund að kyssast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka