Lest drap sjö fíla

Sjö fílar drápust í slysinu.
Sjö fílar drápust í slysinu. STRINGER/INDIA

Flutn­inga­lest á Indlandi drap sjö fíla þegar hún ók á fíl­ana, en hjörðin var að reyna að bjarga tveim­ur fíla­kálf­um sem höfðu fest sig í lest­artein­un­um þegar þeir voru að fara yfir þá.

Fimm fíl­ar dráp­ust strax við árekst­ur­inn og af­lífa varð tvo til viðbót­ar sem voru sár­ir. Full­orðnu fíl­arn­ir höfðu þjappað sér sam­an í kring­um kálf­ana eft­ir að þeir fest­ust í tein­un­um. Kálfarn­ir dráp­ust báðir við árekst­ur­inn.

Árekst­ur­inn átti sér stað á skógi­vöxnu svæði sem er heim­kynni margra dýra. Sam­kvæmt regl­um mega lest­ir ekki aka hraðar um þetta svæði en 40 km/​klst en lest­in mun hafa verið á 70 km hraða.

Slysið leiddi til þess að hóp­ur fólks safnaðist sam­an nærri slysstað og mót­mælti.

Um 25,000 villt­ir fíl­ar eru á Indlandi, en þeim fækk­ar stöðugt vegna þess að þrengt er að heim­kynn­um þeirra og marg­ir fíl­ar drep­ast í slys­um á hverju ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. þú værir til í að vinna með öðrum að stórum málum, en þú þarft að vera í einrúmi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. þú værir til í að vinna með öðrum að stórum málum, en þú þarft að vera í einrúmi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir