Ítalski Evrópuþingmaðurinn Licia Ronzulli sló tvær flugur í einu höggi þegar hún mætti með fjögurra vikna gamla dóttur sína á fund Evrópuþingsins í Strassborg í gær.
Þingmennirnir voru að ræða tillögur um hvernig megi bæta vinnuréttindi kvenna og tækifæri þeirra á atvinnumarkaði, og nýtti Ronzulli tækifærið til að sýna fram á þá erfiðleika sem vinnandi mæður standa oft frammi fyrir.
Svo virtist sem að hin mánaða gamla Vittoria hafi sofið allan tímann á meðan þingfundinum stóð, að því er segir á vef BBC.
Ronzulli, sem er flokksfélagi Silvio Berlusconi, var ákaft fagnað þegar hún steig í pontu og ávarpaði þingið.
„Ég myndi gjarnan vilja að evrópskar stofnanir sinni þessum málum betur, og vil byrja á Evrópuþinginu svo við getum öll sinnt þessum tveimur hlutverkum vel,“ sagði hún.