120 kusu Andrés Önd

Andrés Önd komst ekki á þing að þessu sinni. Gengur …
Andrés Önd komst ekki á þing að þessu sinni. Gengur bara betur næst. AP

Hvað eiga Andrés Önd, Gústaf Svíakonungur og Guð almáttugur sameiginlegt? Jú, þeir fengu allir atkvæði í sænsku þingkosningunum. Yfirkjörstjórnin hefur greint frá þessu.

Sænskir kjósendur mega skila handskrifuðum atkvæðaseðlum þegar þeir taka þátt í kosningum. Á seðilinn skrifa þeir, í flestum tilvikum, nafn þess flokks sem þeir styðja. Það kemur hins vegar fyrir að önnur nöfn dúkki upp á seðlunum. Í ár var engin undantekning.

Sjálfur Andrés Önd fékk 120 atkvæði í kosningunum, sem fóru fram á sunnudag. „Flokkurinn minn“ fékk fjögur atkvæði, „Ég sjálfur“ fékk tvö sem og Jesús Kristur og Guð.

„Konungurinn“ fékk þrjú atkvæði, eða einu atkvæði meira en „almenn skynsemi í Svíþjóð“, sem var reyndar skrifað á ensku á kjörseðlana.

Ekki má gleyma Harry Potter, Mikka Mús og flokk letihauga, sem fengu eitt atkvæði hver.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar