Í hláturskasti í pontunni

Myndband af óstöðvandi hláturskasti fjármálaráðherra Sviss hefur slegið í gegn á youtube en í ræðu sem hann hélt nýverið átti hann erfitt með að halda aftur af hlátrinum.

Horft hefur verið á myndbrotið af Hans-Rudolf Merz yfir 300.000 sinnum, bæði á youtube og öðrum síðum. Ræðan hans fjallaði um innflutning á reyktu kjöti og byrjar hann að hlæja þegar ræðan breytist í óskiljanlegt flóð af stofnanamáli.

Þingmennirnir sem hlýða á Merz skellihlæja einnig og sumir hverjir klappa honum lof í lófa. Eftir að myndbrotið sló í gegn tók einn framleiðandi þurrkaðs kjöts upp á því að auglýsa vörur sínar undir slagorðinu: „Glataðu aldrei skopskyninu.“

Hér má sjá myndbandið af ráðherranum:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir