Óskaði eftir fátæktarniðurgreiðslu

Buckingham höll.
Buckingham höll. DYLAN MARTINEZ

Starfsmaður Elísabetar drottningar óskað eftir að hluti kostnaðar við að hita Buckinghamhöll og Windsorkastala yrði greiddur af sérstökum fjárlagalið sem notaður er til niðurgreiðslu á hitunarkostnaði fátæks fólks á Bretlandi.

Þetta kemur fram í frétt í breska blaðinu Independent, en blaðið fékk aðgang að gögnum um málið á grundvelli upplýsingalaga.

Starfsmaður drottningarinnar kvartaði við ráðherra í bresku ríkisstjórninni árið 2004 vegna þess að rafmagns- og gasreikningur drottningar hefði hækkað um 50%. Kostnaðurinn væri orðinn „óverjanlega“ hár, en kostnaðurinn væri kominn upp í 180 milljónir á ári.

Í bréfinu spurði starfsmaðurinn hvort drottningin ætti rétt á niðurgreiðslu á hitunarkostnaði vegna Buckinghamhallar og Windsorkastala. Niðurgreiðslan sem um ræði átti að koma af fjárlagalið sem ætlað er að greiða niður hitunarkostnað fátæks fólks.

Að sögn Independent var beiðnin samþykkt, en ákvörðunin um það var síðar dregin til baka. Talsmaður Buckinghamhallar hefur ekki viljað tjá sig um málið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup