Fyrrum vændiskonur fái ekki að kenna börnum

Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York hefur óskað eftir að gerðar verði ráðstafanir sem tryggi að konur sem starfað hafa sem vændiskonur fái ekki að kenna í skólum í borginni.

Fyrr í þessum mánuði sagði Melissa Petro frá því í dálki í Huffington Post að hún hefði á fjögurra mánaða tímabili veturinn 2006-2007 starfað sem vændiskona.  Hún lýsti því að þetta starf hefði verið mjög líkamlega krefjandi og skilið sig eftir sem andlegt flak. Hún hætti því í vændinu og sótti um sem listgreinakennari í framhaldsskóla. Hún hóf kennslu fáeinum mánuðum eftir að hún hætti að starfa sem vændiskona.

Yfirlýsingar Petro um fortíð hennar hafa kallað á viðbrögð frá foreldrum. „Ég vil ekki neinn af þessu tagi umgangist börnin mín,“ hefur New York Post eftir Grace Ventura, en sonur hennar stundar nám í skólanum. „Fólk af þessu tagi ætti ekki að fá að koma nálægt börnum.“

Michael Bloomberg borgarstjóri hefur nú brugðist við þessari gagnrýni og vill að komið verði í veg fyrir að konur sem hafa starfað sem vændiskonur fái að starfa í skólum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup