Trúleysingjar fróðastir um Biblíuna

Biblían er helsta rit kristinna manna en þeir þekkja hana …
Biblían er helsta rit kristinna manna en þeir þekkja hana þó ekki allir.

Veist þú hvar Jesús fæddist, hvað Ramadan er og hvaða trúarbrögð Dalai Lama iðkar? Ekki örvænta ef þú hefur ekki öll svörin, það gerir heldur ekki meirihluti Bandaríkjamanna. Trúleysingjar, gyðingar og mormónar þar í landi eru þeir hópar sem best þekkja til Biblíunnar og trúarbragða heimsins samkvæmt nýrri könnun sem m.a. er fjallað um í bandaríska dagblaðinu New York Times.

Samkvæmt könnunum eru Bandaríkjamenn trúuð þjóð en í raun fáfróð um trúarbrögð heimsins. Þess ber þó að geta að flestir þekktu til helstu trúarleiðtoga en þegar dýpra var kafað í kenningarnar stóðu flestir á gati.

Pew Forum stofnunin hringdi í 3.400 manns og spurði spurninga um Biblíuna, kristni og önnur trúarbrögð. Flestir gátu aðeins svarað helmingi spurninganna rétt, en þess ber þó að gera að í flestum tilvikum voru gefnir upp nokkrir svarmöguleikar.

Fróðastir um trúarbrögð eru, samkvæmt könnuninni, trúleysingar og tveir minnihlutahópar: gyðingar og mormónar. Að teknu tilliti til aldurs og menntunar allra sem tóku þátt voru þessir hópar engu að síður þeir sem höfðu mesta þekkingu á trúarbrögðum. Ekki tóku nægilega margir múslímar og hindúar þátt í könnuninni svo marktækt væri að meta þekkingu hópsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar